Description
Krílahvolpatímar eru fyrir alla hvolpa frá 2 til 4 mánaða (smáhundar geta verið aðeins lengur). Hvolpar þurfa bara hafa fengið fyrstu sprautuna til að geta verið með.
Vissir þú að það mikilvægasta sem þú gerir með hvolpinum og það fyrsta sem þú átt að spá í er umhverfisþjálfun? Ungir hvolpar þurfa að upplifa eitthvað nýtt á hverjum degi og allt þarf að vera jákvætt, skemmtilegt og ekki of mikið af því góða í einu.
Krílahvolpatímar eru eins og fara með barnið þitt í leiksskóla.
Þarna læra þeir aðeins meira inn á lífið, fá að upplifa allskonar dót sem örvar sjón, heyrn, lykt og snertingu. Svo fá þeir að hitta aðra hvolpa á svipuðum aldri og fá að prófa að leika, ef þeir vilja. Í hverjum tíma er sett upp mismunandi dót og brautir sem þeir fá fullt af góðu nammi fyrir að þora að kanna betur. Allt á hraða hvolpsins svo þetta verður skemmtileg upplifun.
Við vinnum líka með að æfa hvolpinn í að geta slakað á eftir að hafa verið æstur. Það er svo alltaf tími fyrir smá umræðu um hvolpauppeldið, eins og hvolpaglefs, pissa úti og að þjálfa þá í að vera einir heima.
Þegar þú kaupir 5 skipti eða fleiri færðu senda pdf möppuna Fyrstu skrefin. Þar er skrifað nánar um umhverfisþjálfun, félagsmótun, pissa úti, æfa að vera einn heima og í bíl. Svo við mælum með að vera búin að lesa möppuna áður en þið mætið í fyrsta tímann. Þannig getið þið nýtt tímann ´að leika við hundinn og getið beðið með nánari spurningar.
Krílahvolpatímar eru ekki með hefðbundnu námskeiðssniði. Þú kaupir klippikort og mætir í þá opnu tíma sem passa þér. Það er þema í hverjum tíma sem er farið yfir. Það eru atriði sem hvolpaeigendur er að velta fyrir sér, sem er ekki tekið fyrir á grunnnámskeiðinu.
Grunnnámskeiðið er hefðbundna námskeiðið sem þú skráir þig á samhliða þessum tímum.
Ræktendur og einstaklingar geta pantað sér krílatíma fyrir sinn hvolpahóp. Hafið samband á hunda@hunda.is
Skráningaferlið:
Fyrst kaupir þú klippikort hér á þessari síðu. Þá færðu sent greiðslu upplýsingar í tölvupósti og þú gengur frá greiðslu.
Eftir það ferðu inn í Krílahvolatímar hópinn á facebook og skráið ykkur til leiks í næsta tíma. Leiðbeinandi setur inn spurningu á mánudagskvöldum um hverjir ætla að mæta næstkomandi laugardag í tímann. Skráningafrestur í hvern tíma er fimmtudagskvöld kl. 20:00. Við tilkynnum svo hópana eftir það.
Athugið að ef þú ert að kaupa kort í fyrsta skiptið er gott að þú ert tímalega (að minnsta kosti sólahringur) að kaupa kortið svo við náum að afgreiða ykkur.
Klippikortið er svo geymt í hundaskólanum.
Viltu vita hvort það sé laust í næsta tíma? Skoðaðu facebook hópinn og þar sérðu skráningar og líka hvaða tegundir eru að fara mæta.
Hlökkum til að sjá ykkur öll






