Skip to main content

Spurt og svarað

Hvaða aldur er best að byrja með hvolpinn í þjálfun?

Sem fyrst er svarið. Þeir geta byrjað hjá okkur í krílahvolpatímum frá ca 9 vikna og geta svo byrjað á grunnnámskeiðinu frá 10 vikna. Þótt þeir eru vissulega mjög ungir þá, þá er námskeiðið okkar auðvelt fyrir þá fyrstu vikuna þar sem við æfum slökun og förum yfir mikilvægar æfingar sem einmitt þarf að kenna þeim á þessum aldri eins og sjálfstjórn, og læra að hlusta á þig.  Það er mikil pása meðan við erum að spjalla svo þetta hefur reynst vel að byrja snemma og þannig fyrirbyggja alskonar vandræði.

Minn hvolpur er ekki full bólusettur má hann samt mæta?

Já, það dugar að hafa fengið 1 sprautu til að byrja á námskeiðum hjá okkur. Við erum með inni aðstöðu sem við þrífum og sótthreinsum reglulega.  Á grunnnámskeiðinu fá allir hundar sitt eigið svæði svo hvolparnir eru ekki ofan í hvort öðru í tímanum.  Þið ráðið hvort og hverja þið hittið fyrir utan í leik fyrir og eftir tímann.  Það er komin ákveðin vörn í fyrstu bólusetningu og eru hinar tvær svona boost til að fá meiri vörn. Það sem þarf að vera í fókus er að lífið er byrjað og  hvolpurinn þarf að hefja umhverfisþjálfun. Þið megið bíða með að fara með hann á hundasvæði og hitta ókunnuga hunda. En þið þurfið að fara með hann út í göngur og venjast lífinu og koma í skóla til að venjast því að hafa alskonar hundategundir í kringum sig. Þeir hundar sem eru bara heima hjá sér og í garðinum fram yfir 3 sprautu geta átt það í hættu að verða hræddir við heiminn og þar af leiðandi gelta meira þegar þeir detta í kynþroska.  Þetta er sérstaklega mikilvægt með smáhunda þar sem þeir fara snemma á kynþroska eða kringum 5-6 mánaða.

Hundurinn minn er orðinn 1 árs á hann heima á grunnnámskeiði?

Grunnnámskeiðið hjá okkur er ekki hvolpanámskeið. Svo stutta svarið er já, klárlega! Það er tonn af æfingum sem gagnast til að kenna hundinum inn á lífið og verða þægilegur hundur.
En það sem þarf aðeins að skoða, er hvernig hundinum mun þrífast í hóp með öðrum hundum. Sumir hundar geta verið of hræddir/stressaðir og þarf leiðandi ekki náð að læra. Þá hentar betur að taka Einka-grunn eða Lífsleikninámskeiðið.

Má fjölskyldan mæta með?

Já, fjölskyldan er velkomin á öll námskeið hjá okkur. Börn eru einnig velkomin, en við erum með reglur varðandi börn.
– þau mega ekki halda í tauminn. Þetta er öryggisatriði.
– Það má ekki hlaupa um salinn og vaða í annara manna hunda.
– Það má heldur ekki trufla ykkar hund í að læra, vera mikið að klappa honum og knúsa. Það er mikið áreiti í gangi nú þegar og óþarfi að bæta í það. Klapp og knús heima er í góðu lagi “í hófi”.
– Takið með eitthvað handa barninu að dunda við. Það er oft mjög spenandni að mæta í hundaskólann í svona 10 mín og svo fer þeim að leiðast.

Hvenær þarf að borga fyrir námskeiðið?

Í flestum tilfellum þarftu að greiða strax við skráningu. Annars er ekki skráning gild. Ef það er mjög langt í námskeiðið er hægt að millifæra staðfestingargjald til að halda plássinu og greiða svo restina 7 dögum áður en námskeiðið hefst.

Hvað ef ég veikist og/eða þarf að pása námskeið?

Það er oftast hægt að færa skráningu yfir á næsta námskeið eða hoppa inn aftur þegar þú getur.  Þú þarft bara að láta okkur vita fyrirfram. Þeir sem hætta að mæta án þess að láta vita fá ekki hoppa inn síðar.

Ég er ekki viss hvort hundurinn getur verið í hóp? hvernig kemst ég að því?

Hafðu samband. Sendu okkur smá texta um hvernig hundurinn hagar sér þegar hann sér aðra hunda í göngutúrum og hvað það tekur hann langan tíma að venjast.  Smá gelt, smá stress og smá kvíði, getur verið í lagi og þeir ná að venjast og geta tekið þátt. En ef það er mikið gelt, mikið stress eða mikill kvíði getur verið betra að taka einka-námskeið eða Lífsleikninámskeið

Ég bý úti á landi, hvað er í boði fyrir mig?

Við erum á fullu að efla vef-námskeið.  Til stendur að hafa ýmis ör-námskeið aðgengileg hér á netinu.
En erum byrjuð að halda einka-námskeið í gegnum zoom og videó með góðum árangri. Getum þá bæði haft hlýðni æfingar eða vinna með vandamál sem þarf að laga. Hafið samband. 

Ef þið náið að smala í hóp  getur vel verið að við getum komið til ykkar.

Hvaða þjálfunaraðferðir notið þið?

Við notum jákvæða styrkingu og setjum fókus á að gefa okkur tíma til að kenna hundinum æfinguna svo hann virkilega skilur. Við notum þrjár kennslu aðferðir sem heita lokka – móta og grípa hegðun.  Svo notum við klikkerþjálfun þar sem það hentar vel.  Virðing við hundinn sem lífvera og byggjum upp traust.

Verða hundar ekki óagaðir og dekraðari ef maður notar jákvæðar þjálfunaraðferðir?

Sutta svarið er Nei
Langa svarið er Nei, við einblínum á að kenna hundinum góða siði(kurteisi) og sjálfstjórn. Við notumst mikið við að láta hundinn fatta sjálfur hvað hegðun hann þarf að sína til þess að fá að gera það sem honum langar að gera, hvort sem er að fá nammibita á æfingu eða heilsa gestum sem koma heim til okkar.

Mælið þið með að búrvenja hundinn?

Tímar breytast og í gamla daga var svarið einfalt já, en núna er svarið meira já og nei. Það er ágætt að hafa gert það. Stundum þurfa hundar að vistast í litlu rými eins og t.d. hjá dýralæknum, eða hundahóteli. Þá er ágætt að þeir geta það.  Hinsvegar er engin þörf á því að nota búr heima dags daglega. Mikil búrvera hefur ekki góð áhrif líkamlega og andlega á hundinn. Ef hann sefur 8 klst á nótt í búri og svo aðra 8 tíma á daginn þegar hann er einn heima er þetta orðið allt of mikið. Flestir hundar geta verið lausir í íbúðinni eða að hafa herbergið út af fyrir sig í stað búrs. Því stærra rýmið er því betra á við í flestum tilfellum.  Þetta á ekki við bílbúr, enda eru þeir ekki lengi í því í einu.

Þjálfið þið allar hundategundir?

Já, atferli hunda er eins í öllum hundum. Það er bara mismunandi mikill áhugi á að læra og mismunandi tegundir hafa mismunandi hvata.  Allir hundar eru einnig heimilishundar og þar er okkar sérstæða, að þjálfa upp góðan heimilishund og svo er hægt að sækja sérnámskeið miðað við vinnuna sem þið ætlið í.

Hundurinn er sí geltandi þegar...

…hann sér aðra hunda
…þegar koma gestir
…á bara allt og ekkert

Hvað á ég að gera? er hægt að minnka þetta?
Gelt er afleiðing af tilfinningu. það getur verið æsingur, spenna, varð-eðli eða hræðsla, og svo getur það líka bara verið hreint “frekju-gelt”

Það er hægt að minnka þetta og stundum alveg laga og því um að gera að hafa samband og við finnum hvaða námskeið eða einkatímar hentar best.

Close Menu

About Salient

The Castle
Unit 345
2500 Castle Dr
Manhattan, NY

T: +216 (0)40 3629 4753
E: hello@themenectar.com