Skip to main content

Námskeið

Námskeiðin hjá okkur eru fjölbreytt og fyrir alla hundategundir.

Hvað hentar best? Hafðu samband

Krílahvolpatímar

Leiktímar fyrir yngstu hvolpana milli 9 og 16 vikna. Eins og að fara með hvolpinn í leiksskóla að læra leika fallega við aðra hvolpa og venjast lífinu.

Grunnnámskeið

Hentar öllum hundum frá 10 vikna aldri. Við mælum með að mæta snemma á grunnnámskeið með hvolpinn

Framhaldsnámskeið

Fyrir þá sem eru búnir með grunnnámskeið hjá okkur. Við höldum áfram með æfingarnar og gerum þær meira krefjandi og æfum undir meiri áreiti.

NoseWork

Þef-námskeið sem gengur út á að kenna hundinum að leita af sérstakri lykt. Frábær andleg örvun og hefur róandi áhrif á hundinn.

Innkallsnámskeið

Fáðu hundinn til að hlusta á þig úti, þegar allt annað er svo spennandi. Markmiðið er að ná "snúa við í loftinu" innkalli.

 Táningastælar

Það er ákveðin áskorun að vera með táning. Banana í eyrun og krefjandi göngutúrar.

Hveragerði

Elísa Björk heldur ýmis námskeið í Hveragarði eins og grunnnámskeið og framhaldsnámskeið

Taumgöngunámskeið

Fyrir hunda sem toga of mikið í göngutúrum, eða eru æstir úti, eða eru að missa sig við að sjá aðra hunda úti, já eða bíla, hlaupahjól eða þessháttar.

Lífsleikninámskeið

Fyrir þá sem þurfa nokkra einkatíma til að vinna með vandamál. Eins og t.d. gelt, streitu, kvíða, gestakomu, mæta hundum og fleira.

Einkatími

Hægt er að fá staka einkatíma til að ræða eða vinna með ýmis atriði. Hvort sem það er vandamál eða þjálfunar atriði. Stundum er best að fá frið og ró til að vinna með hundinn án áreitis.

Sporanámskeið

Spora er að rekja mannaslóða. Að láta hundinn spora veitir mjög mikla andlega örvun og hefur róandi áhrif á hundinn. Minnkar t.d. stress og óþarfa gelt.

Tellington TTouch

Aðalmarkmið er að bæta líkamlegt, andlegt og tilfinningalegt jafnvægi hjá hundinum.
Aðferðin hjálpar við að losa um spennu, minnka hræðslu við snertingu og auka vellíðan. Einnig bætir hún líkamsburð og hegðun.

Stakir tímar – Opnir tímar – klippikort

Það er hægt að mæta í staka tíma hjá okkur. Einu kröfurnar eru þær að hundurinn sé ekki reaktívur, eða er of stressaður, æstur eða mjög geltinn kringum aðra hunda. Ef þú ert ekki viss? hafðu samband og við metum það saman. Þessir tímar er hugsað sem áframhaldandi vinna með hundinn en ekki grunn-þjálfun. Við reiknum með að þið hafið þjálfað hundinn í grunn æfingum og notið þessa tíma til að æfa betur undir áreiti. Undantekning er krílahvolpatímarnir og smáhundaparty þar eru bara kröfurnar að finnast gaman að leika við aðra sambærilega hunda.
Hvað hentar best? Hafðu samband

Krílahvolpatímar

Fyrir hvolpa milli 9 og 16/18 vikna ca. Hægt er að koma í stakan tíma ef þið hafið ekki tök á að kaupa 6 skipta krílahvolpakort.

SmáhundaPartý

Partý! fyrir alla smáhunda sem eru eldri en 4 mánaða. Leikur við aðra hunda og bara fjör.

Opnir tímar

Hentar öllum 4 mánaða og eldri. Stakir tímar. Skráning í hvern tíma og mismunandi æfingar-þema.

Umhverfisþjálfun – göngutúrar

Fyrir alla 4 mánaða og eldri. Hittumst úti og förum í ævintýragöngu saman. Æfum hlýðni æfingar sem hundarnir kunna undir meira áreiti.
Close Menu

About Salient

The Castle
Unit 345
2500 Castle Dr
Manhattan, NY

T: +216 (0)40 3629 4753
E: hello@themenectar.com