Hundaakademían hefur verið starfandi síðan 2011 og hefur sannað sig í að vera stærsti hundaskóli landsins með námskeið allt árið um kring.
HundaAkademían er vettvangur fyrir hundaeigendur og hundavini þar sem boðið er upp á fjölbreytt námskeiðshald og þjónustu fyrir hunda og fjölskyldur þeirra.
Námskeiðin hjá okkur eru viðurkennd hjá Heilbrigðiseftirlitinu og veitir grunnnámskeið afslátt af hundaleyfisgjöldum.
Við vinnum með jákvæða styrkingu, líkamstjáningu og merkjamál hundsins og lærum þannig að skilja betur hvernig hundunum okkar líður í ýmsum aðstæðum, en aðeins þannig getum við unnið okkur áfram og lifað í sátt þannig að maður og hundur njóti sín saman.
Við lærum að við getum verið ákveðin og samkvæm sjálfum okkur án líkamlegra átaka við hundinn og verðlaunum þá hegðun sem við viljum með til dæmis nammi og leik.
Þú getur kynnt þér þau námskeið sem við höfum í boði hér á síðunni.
