Skip to main content

Þórhildur Kristjánsdóttir

Hundaþjálfari – VSPDT
Netfang: thorhildur@hunda.is
Sími: 698-1254

Þórhildur er hundaþjálfari hjá okkur og kennir  meðal annars grunnnámskeið, framhaldsnámskeið, táningastæla ásamt því að taka einkatíma og lífsleikninámskeið.

Hún hefur lokið hundaþjálfara náminu hjá Viktoría Stillwell í Bandaríkjunum og útskrifaðist 2021

 

Önnur námskeið/reynsla.

Nordic Animal Behavior Conference 3- dagar í Hörpu 2022

 

Nánar: 

Ég er fædd 1972 og er frá Reykjavík.

Ég elska að horfa á merkjamálið hjá hundum og hvernig þeir tjá sig. Ég hef gaman að vinna með hundum sem bregðast illa við umhverfi sínu í taumgöngu. Þar er ég aðallega að vinna með aðferðir eins og BAT (Behaviour adjustment training), LAT (Look at that) og fleiri aðferðum sem miða að því að skilja hundinn betur, vinna með honum og hjálpa honum að aðlagast umhverfinu og þeim kveikjum sem valda stressi og viðbrögðum hjá honum.

Ég hef átt hunda nánast alla mina ævi og gæti ekki hugsað mér lífið án þessara gleðigjafa, á núna 2 rakka, 8 og 3 ára Labrador/Bc.

Það sem ég hef mestan áhuga á hvernig hundar hugsa, tjá sig og hverjar þeirra þarfir eru.  Ég legg mesta áherslu á að hjálpa eigendum að skilja hundinn sinn betur  og hvernig hægt er að hjálpa hundinum til að vera rólegur og hamingjusamur með fjölskyldunni sinni.

Lesa áfram

Close Menu

About Salient

The Castle
Unit 345
2500 Castle Dr
Manhattan, NY

T: +216 (0)40 3629 4753
E: hello@themenectar.com