Valdís er hundaþjálfari og er að byrja starfa hjá okkur. Hún byrjar sem nemi og verður með á ýmsum námskeiðum til að æfa sig.
Hún er einnig í björgunarsveit og er að þjálfa hundinn sinn til að verða leitarhundur. Einnig hefur hún verið sjálfboðaliði í Dýrahjálp.
Valdís Huld Jónsdóttir
Netfang: vjonsdottir9@gmail.com
Nánar:
Ég heiti Valdís og ég ætla mér að gera heiminn að betri stað. Þegar ég flutti út frá foreldrum mínum skráði ég mig sem fósturheimili hjá dýrahjálp til að veita hundum sem koma úr erfiðum aðstæðum öryggi og stuðning. Mér fannst ég þá ekki nægilega fróð til að hjálpa þeim hundum á að takast á við sitt líf og skráði mig á hundanámskeið hjá HundaAkademíunni og féll fyrir því að verða hundaþjálfari.
Ég hef síðan lokið námi í þjálfun og jákvæðri styrkingu við Victoria Stillwell Academy í Bandaríkjunum og verið í starfsnámi með hjá HundaAkademíunni.
Sjálf á ég einn orkumikinn Labrador, Neró, sem ég stunda nosework og hlýðni með. Einnig er ég í Björgunarsveit og stefnir Neró á að verða leitarhundur í snjóflóðum og á víðavangi.
Ég hef mjög gaman af stórum og óþekkum orkuboltum. Áhugasvið mitt er helst að taka að mér vinnu hundar sem þurfa hlutverki að sinna, og auka hamingju í sambandi milli eigenda og hunds.
Lesa áfram
