Skip to main content

Fyrir fjölskylduhundinn

Hundaakdemían

Hundaskóli sem leggur áherslu á jákvæða styrkingu og virðingu fyrir atferli og þarfir hunda. Við mælum með að byrja hjá okkur snemma með hvolpana og þannig koma í veg fyrir framtíðar hegðunarvandamál. Það er hægt að byrja hjá okkur frá 9 vikna aldri. Við bjóðum upp á ýmis hundanámskeið bæði fyrir hvolpa og eldri hunda.

Við höfum verið starfandi síðan 2011 og erum með frábæra inni aðstöðu á Skemmuvegi í Kópavogi. Velkomin til okkar.

Eitthvað fyrir alla

Fyrir hvolpana

Kríla-fræðsla fyrir 9 til ca 11 vikna
Kríla Partý fyrir 12 til ca 20 vikna
Hvolpa-grunnnámskeið frá 10 vikna
Lesa meira um hvolpa

Ráðgjöf og einkatímar

Einkatímar
Lífsleikninámskeið
Lesa meira um einkatíma

Fyrir 5 mánaða og eldri

Smáhunda Partý frá 5 mánaða
Hlýðninámskeið frá 5 mánaða
Táninganámskeið fyrir 6 mánaða +
Lesa meira um 5 mán og eldri

Fjarnámskeið

Hundanámskeið á netinu
Örnámskeið um ýmislegt
Lesa meira um fjarnámskeið

Við vinnum með líkamstjáningu og merkjamál hundsins og lærum þannig að skilja betur hvernig hundunum okkar líður í ýmsum aðstæðum, en aðeins þannig getum við unnið okkur áfram og lifað í sátt þannig að maður og hundur njóti sín saman.

Við lærum að við getum verið ákveðin og samkvæm sjálfum okkur án líkamlegra átaka við hundinn og verðlaunum þá hegðun sem við viljum með til dæmis hrósi, nammi eða leik.

Skráning hunda hjá bæjarfélaginu

 

Viðurkennd námskeið

Námskeiðin hjá okkur eru viðurkennd hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur , HEF og hjá öllum öðrum bæjarfélegum sem veita afslátt af hundaleyfisgjöldum þegar lokið er við grunnnámskeiðið.

Fræðslustyrkir

Sum stéttarfélög, eins og t.d. VR og Efling styrkja hundanámskeið hjá okkur. Athugaðu með þitt stéttarfélag. Það heitir ýmist, fræðslusjóður, tómstundastyrkur eða varasjóður.

Við vinnum með líkamstjáningu og merkjamál hundsins

  • Vinnum með líkamstjáningu og merkjamál hundsins
  • Lærum að skilja betur hvernig hundunum okkar líður
  • Lærum að við getum verið ákveðin og samkvæm sjálfum okkur
  • Krílahvolpatímarnir er frábær byrjun fyrir hvolpinn
  • Grunnnámskeiðið er svo aðal námskeiðið
  • Eftir grunn er hægt að fara á alskonar skemmtilegt

Hvað hentar mér og mínum hundi best?

Er búin að læra helling á námskeiðinu. Hef átt hunda áður og farið með þá á námskeið. Þetta er miklu skemmtilegri nálgun en var áður kennt. Var með hvolpa á námskeiðum 2001 og 2008. Ég hlakka til að taka fleiri námskeð hjá Hundaakademíunni.

DagnýSkuggi – Standard Poodle

Mjög heimilslegt og gott andrúmsloft og kennarinn er umhugað um nemendur sína. Lærðum mikið og mætum klárlega á framhaldsnámskeið. Mæli hiklaust með ykkur.

SifTumi - Havanese

Frábært námskeið sem kennir manni að fá hundinn með sér í lið.

SandraKári - White Swiss Shepherd

Mjög flott námskeið. Fullt af hlutum sem er gagnlegt að vita, sérstaklega fyrir þá sem eru að eignast sinn fyrsta hund. Gaman að hafa blöndu af bóklegu efni og verklegum tímum og gagnlegt að hafa aðgang að fyrirlestrum eftir námskeiðið ef maður vill rifja upp efnið síðar.

Aníta RutYuki – Samoeyd

Frábært námskeið sem á eftir að koma sér að góðum nótum. Góð tenging við hundinn okkar, frábær kennsla og góð kennslugögn á netinu.

Oddur og RagnhildurAska - Mini Schnauzer

Pistlar

Hér er hægt að lesa pistla eftir þjálfarana okkar um mismunandi þema tengt hundum.

Lesa meira

Close Menu

About Salient

The Castle
Unit 345
2500 Castle Dr
Manhattan, NY

T: +216 (0)40 3629 4753
E: hello@themenectar.com