Fyrir fjölskylduhundinn
Hundaakdemían
Hundaskóli sem leggur áherslu á jákvæða styrkingu og virðingu fyrir atferli og þarfir hunda. Við mælum með að byrja hjá okkur snemma með hvolpana og þannig koma í veg fyrir framtíðar hegðunarvandamál. Það er hægt að byrja hjá okkur frá 9 vikna aldri. Við bjóðum upp á ýmis hundanámskeið bæði fyrir hvolpa og eldri hunda.
Við höfum verið starfandi síðan 2011 og erum með frábæra inni aðstöðu á Skemmuvegi í Kópavogi. Velkomin til okkar.
Eitthvað fyrir alla
Við vinnum með líkamstjáningu og merkjamál hundsins og lærum þannig að skilja betur hvernig hundunum okkar líður í ýmsum aðstæðum, en aðeins þannig getum við unnið okkur áfram og lifað í sátt þannig að maður og hundur njóti sín saman.
Við lærum að við getum verið ákveðin og samkvæm sjálfum okkur án líkamlegra átaka við hundinn og verðlaunum þá hegðun sem við viljum með til dæmis hrósi, nammi eða leik.
Skráning hunda hjá bæjarfélaginu
Viðurkennd námskeið
Námskeiðin hjá okkur eru viðurkennd hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur , HEF og hjá öllum öðrum bæjarfélegum sem veita afslátt af hundaleyfisgjöldum þegar lokið er við grunnnámskeiðið.
Fræðslustyrkir
Sum stéttarfélög, eins og t.d. VR og Efling styrkja hundanámskeið hjá okkur. Athugaðu með þitt stéttarfélag. Það heitir ýmist, fræðslusjóður, tómstundastyrkur eða varasjóður.
Við vinnum með líkamstjáningu og merkjamál hundsins
- Vinnum með líkamstjáningu og merkjamál hundsins
- Lærum að skilja betur hvernig hundunum okkar líður
- Lærum að við getum verið ákveðin og samkvæm sjálfum okkur
- Krílahvolpatímarnir er frábær byrjun fyrir hvolpinn
- Grunnnámskeiðið er svo aðal námskeiðið
- Eftir grunn er hægt að fara á alskonar skemmtilegt



